Í liðinni viku fóru fram úrslit á Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða. ÍR KLS sigraði úrslitakeppnina en lið KFR Grænu töffaranna varð í 2. sæti og lið ÍR Fagmenn í því þriðja. Úrslitakeppnin fer þannig fram að tvö efstu lið úr hverjum riðli, alls 6 lið í ár, leika til úrslita en áður hafa liðin leikið innbyrðis í 5. umferðum, sjá nánar.