Íslandsmót einstaklinga með forgjöf hófst í Keiluhöllinni Egilshöll á laugardag og lauk því í kvöld
Mótið var mjög vel sótt og voru það 45 spilarar sem að hófu leik á laugardag kl 10:00
27 karlar og 18 konur. Eftir leiki helgarinnar var skorið niður í 12 karla og 12 konur sem að spiluðu 4 leiki á mánudag,
eftir það var skorið niður í 6 karla og 6 konur sem spiluðu í kvöld (27.02.2018)
Kvöldið byrjaði þar sem allir léku við alla einfalda umferð, 6 karlar og 6 konur .
Veitt voru 20 bónus stig fyrir að vinna andstæðinginn og 10 fyrir jafntefli lögðust þau aukastig við skor uppsafnað skor mótsins.
Hjá konunum duttu út eftir þessa leiki
Ragna Matthíasdóttir KFR,
Helga Ósk Freysdóttir KFR
Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
en í karlakeppninni duttu út
Arnar Davíð Jónsson KFR,
Birgir Guðlaugsson ÍR
Hannes Jón Hannesson ÍR
Til úrslita í kvennaflokki léku
Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR
Bergþóra Pálsdóttir Þór,
Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR.
Það var svo Bergþóra Pálsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2018.
Til úrslita í karlaflokki léku
Hlynur Atlason ÍA
Mikael Vilhelmsson KFR
Guðlaugur Valgeirsson KFR
Það var svo Guðlaugur Valgeirsson Sem stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2018.