Leikur ÍR-PLS og KFR-Þrasta skal leikinn aftur.

Facebook
Twitter

 Á fundi stjórnar KLÍ þann 15. febrúar var tekin fyrir atvik sem varð í leik ÍR-PLS og KFR-Þrasta þann 13. febrúar.

Þessi leikur var frestuð viðureign frá því í leikvikunni 21. – 27. janúar en leiknum var frestað vegna bilunar í olíuvél.
Var þetta heimaleikur ÍR-PLS en í leiknum rugluðu liðin saman reitum þannig að KFR-Þrestir lék leikinn sem heimalið (róteraði ekki leikmönnum) og ÍR-PLS lék sem útilið (róteraði leikmönnum). 

Það er niðurstaða stjórnar KLÍ að framkvæmd leiksins hafi verið ófullnægjandi vegna þess sem  er getið hér á undan og úrskurðar stjórn því leikinn ómerkan.  Leika skal leikinn aftur og leggst kostnaður vegna brautarleigu á viðkomandi félög. 

Mótanefnd mun setja leikinn á í samráði við félögin.

Jafnframt minnir stjórn á að aðeins þeir leikmenn sem löglegir voru með viðkomandi liðum í upphaflegri leikviku (21. – 27. janúar) eru löglegir í þessum leik.

Nýjustu fréttirnar