HM í keilu – Tvímenningur kvenna

Facebook
Twitter

Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla BragadóttirKeppni hélt áfram á HM í keilu í gær. Keppt var í tvímenning kvenna og voru 85 tvímenningar skráðir til þátttöku. Stelpunum okkar gekk ekki nógu vel en bestum árangri okkar tvímenninga náðu Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en þær spiluðu 1.970 sem gera 164,17 í meðaltal en það skilaði þeim 80. sæti.

Fjórir efstu tvímenningarnir léku svo til úrslita í kvöld bæði í karla og kvennaflokki. Það voru Dawun Jung og Moonjeong Kim frá Suður Kóreu sem urðu heimsmeistarar kvenna þegar þær sigruðu Li Jane Sin og Shalin Zulkifli frá Malasíu í úrslitum 454 – 397. Í karlaflokki urðu Bandaríkjamennirnir Chris Barnes og Tommy Jones heimsmeistarar en þeir sigruðu Kwun Ho Lau og Eric Tseng frá Hong Kong 420 – 409.

Á morgun er fyrri dagur þrímenningskeppninnar og er þá leikið bæði í karla- og kvennaflokki. Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess. Þar er hægt að sjá skor í rauntíma og beinar útsendingar sem og stöður í mótinu.

Nýjustu fréttirnar