Irish open youth var haldið í síðustu viku. Ísland átti þar 4 keppendur, þá Jóhann Ársæl Atlason, Ólaf Svein Ólafsson og Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA og Hinrik Óla Gunnarsson úr ÍR.
Jóhann og Óli kepptu í flokki 16-19 ára og voru í yngri kantinum þar sem að allir fæddir fyrir 1.september færðust upp um flokk. Því var ekki auðvelt að etja kappi við sér eldri og reyndari. Jóhann komst í undanúrslit og var þá í 16 sæti. Í undanúrslitum voru spilaðir 3 leikir til viðbótar og endaði Jóhann í 12 sæti en 4 komust áfram í úrslit. Ólafur Sveinn endaði í 23.sæti.
Hinrik Óli spilaði í flokki 12 – 16 ára. Hann stóð sig vel og endaði í 27. sæti. Til gamans má geta að Hinrik keppti í dansi í Dublin áður en keilumótið byrjaði og vann þar til tvennra verðlauna. Fjölhæfur íþróttamaður þar á ferð.
Matthías Leó lék í flokki undir 12. ára. Hann komst í undanúrslit eftir að hafa verið í 2.sæti eftir 12 leiki. 12 efstu spiluðu í undanúrslitum 3 leiki til viðbótar og þar náði Matthías öruggri forystu. Í úrslitum voru svo spilaðir 3 leikir þar sem spilað var maður á mann 4 efstu. Matthías vann alla sína leiki og þar með sinn flokk. Matthías hlaut kúlu í verðlaun fyrir 1.sæti en var einnig með hæsta leikinn í sínum flokki og fékk 25 evrur fyrir það. Frábær árangur hjá Matthíasi.
Hópurinn heldur svo af stað heim á morgun eftir frábæra ferð, alltaf gaman að heimsækja Íra heim, kurteisir og skemmtilegir.