Meistaramót ÍR – Hafþór Harðarson með 300 leik
Í morgun fór fram meistaramót ÍR í keilu en það er lokamót deildarinnar tímabilið 2016 til 2017. Hafþór Harðarson gerði sér lítið fyrir og setti í einn 300 leik strax í byrjun. Hann átti síðan 290 leik í undanúrslitum og fór það þannig að Hafþór sigraði karlaflokkinn í dag nokkuð örugglega.
Úrslit mótsins urðu annars þessi:
Karlaflokkur
1. sæti Hafþór Harðarson
2. sæti Gunnar Þór Ásgeirsson
3. til 4. sæti Andrés Páll Júlíusson og Hlynur Örn Ómarsson
Kvennaflokkur
1. sæti Guðbjörg L Valdimarsdóttir
2. sæti Bergþóra Rós Ólafsdóttir
3. til 4. sæti Elva Rós Hannesdóttir og Halldóra Íris Ingvarsdóttir
Forgjafarflokkur
1. sæti Alexander Halldórsson
2. sæti Svavar Þór Einarsson
3. til 4. sæti Daníel Ingi Gottskálksson og Skúli Arnfinnsson
Stjórn keiludeildar ÍR þakkar þátttakendum fyrir keppnistímabilið sem er að ljúka, sjáumst hress á nýju tímabili í lok sumars.