8 lið þriggja félaga áttust við í tveim riðlum í síðustu umferð af 5
Efstu tvö liðin úr hvorum riðli leika svo til úrslita. ÍA 1 og ÍR 1 höfðu tryggt sig áfram fyrir daginn í dag.
ÍA 2 vann fyrsta leikinn sinn og tryggði sig áfram í úrslitin úr B riðli ásamt ÍR 1.
A riðillinn var öllu meira spennandi í síðasta leik unnu ÍR 2 lið ÍR 4 og voru jöfn KFR 1 að stigum en pinnafall gildir og stóðu ÍR 2 betur að vígi, ÍA 1 og KFR 1 öttu kappi og var leikurinn jafn og spennandi þar til síðasta skotið reið af Málfríður átti þá 2 pinna eftir og þurfti einn til að skjóta KFR inn í úrslitin sem hún og gerði og leikurinn endaði í jafntefli 1 stig á lið KFR síðasta lið til að tryggja sér leik á morgun í úrslitunum.
ÍA 1 og ÍA 2 eigast því við og hins vegar ÍR 1 og KFR 1 vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitin.
Leikirnir hefjast klukkan 9:00 23.04.2017
Hvetjum fólk til að kíkja og horfa á framtíðarspilara.
Íslandsmót unglingaliða 2016-2017 staðan eftir 5. umferð
A riðill | L | U | J | T | Stig | Skor | |||
ÍA 1 | 15 | 14 | 1 | 0 | 29 | 7246 | : | 5128 | |
KFR 1 | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 | 5573 | : | 5938 | |
ÍR 2 | 15 | 6 | 0 | 9 | 12 | 5711 | : | 5662 | |
ÍR 4 | 15 | 3 | 0 | 12 | 6 | 4450 | : | 6252 |
B riðill | L | U | J | T | Stig | Skor | |||
ÍR 1 | 15 | 13 | 0 | 2 | 26 | 6836 | : | 4938 | |
ÍA 2 | 15 | 8 | 0 | 7 | 16 | 5476 | : | 5520 | |
ÍR 3 | 15 | 7 | 0 | 8 | 14 | 4947 | : | 5310 | |
KFR 2 | 15 | 2 | 0 | 13 | 4 | 4272 | : | 5763 |