Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga
Skráning inn á: www.keila.eventbrite.com
18 og 19 mars Forkeppni
25 mars Forkeppni
26 mars undanúrslit og úrslit
Verð í forkeppni 13.000kr
Undanúrslit 5500kr
Forkeppni
Allir keppendur leika 12 leiki,
4 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir.
Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.
Undanúrslit
Allir keppa við alla, einfalda umferð.
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig
Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.
Úrslit
Spiluð eru úrslit milli tveggja efstu manna/kvenna, sá/sú sem er efst að stigum fyrir úrslit
nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis
viðureignir skal útkljá með því að báðir leikmenn kasta einu kasti og sá sem fellir fleiri keilur
sigrar. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik
skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig
áfram þar til úrslit liggja fyrir. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari öldunga.
Ef ekki er næg þátttaka í flokki getur Mótanefnd fellt flokkinn niður.