Stjórn KLÍ hefur ráðið Ásgrim Helga Einarsson til starfa.
Áki er öllum keilurum vel kunnur, var landsliðsmaður á árum áður og hefur m.a. verið ábyrgðarmaður keilusíðunnar www.keila.is.
Auk fjölskyldunnar og keilunnar er Áki mikill knattspyrnuunnandi. Hann er landsdómari hjá KSÍ, hefur þjálfað knattspyrnu og var framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Hann er nú formaður knattspyrnudeildar Ungmennafélags Álftaness.
Stjórn KLÍ býður Áka velkominn til starfa.
BMB