Í dag spilaði Jón Ingi Ragnarsson úr KFR 300 í deildarleik í norsku deildinni.
Jón Ingi, sem er búsettur í Noregi, leikur með Cross BK og er meðlimur í afrekshóp KLÍ. Hann spilaði leikinn í deildarleik í 2. deildinni í Noregi á móti Gokstad frá Sandefjord. Leikið var í 39 feta olíuburði. Jón byrjaði daginn á að spila 213 og 214. Í þeim leikjum fékk Jón mikið af níum og ákvað því að færa sig einn lista á stigbraut og einn lista á braut. Við þá breytingu fóru fellurnar að koma og þriðji leikurinn samanstóð af 12 fínum vasafellum og þar af leiðandi var góður 300 leikur staðreynd. Í fjórða leik byrjaði Jón svo á 4 fellum þannig að hann kastaði í 16 fellur í röð. Fjórði leikurinn endaði í 224 og sería dagsins því 951.
Þetta er annar skráði 300 leikur Jóns en að auki á hann einn óstaðfestan 300 leik sem var spilaður í Noregi. Fyrstu 300 leikur Jóns var spilaður í Keiluhöllinni Öskjuhlíð 9. maí 2009.
Frábær árangur hjá Jóni og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.