Arnar endaði í 8. sæti

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson úr KFR hefur lokið keppni á ECC, Evrópumóti landsmeistara, í Olomouc. Arnar endaði í 8. sæti.

Arnar var í 8. sæti áður en keppni hófst í dag og þrátt fyrir góða spilamennsku tókst honum ekki að spila sig upp um sæti. Arnar spilaði 912 í 4 leikjum eða 228 í meðaltal.
Það er ekki hægt að segja annað en að Arnar hafi átt frábært mót. Hann spilaði í heildina á 225.11 í meðaltal og það er klárt að þetta fer í reynslubankann enda Arnar ungur og á mikla framtíð fyrir sér.

„Í heildina er ég sáttur við frammistöðuna. Ég kom inn í 8 manna úrslitin í erfiðri stöðu sem sést best á því að þó ég spili vel í dag hefur það ekkert að segja. Auðvitað er alltaf hægt að finna hluti sem hefðu mátt klára betur en 8. sætið er staðreynd og er ég nokkuð sáttur við það“ sagði Arnar eftir að hafa lokið keppni í dag.

Í undanúrslitum leika Jaroslav Lorenc frá Tékklandi, James Gruffman frá Svíþjóð, Antonio Fiorentino frá Ítalíu og Hadley Morgan frá Englandi.
 

Nýjustu fréttirnar