Arnar Davíð Jónsson er staddur núna í Reno, Nevada að keppa á einu erfiðasta móti heims, World Series of Bowling. Þetta er eitt stærsta mótið í Bandaríkjunum og stendur það í í rúmar þrjár vikur.
Spilað er í fjórum mismunandi olíuburðum, Scorpion, Viper, Shark og Cheetah. Spilaðir eru 12 leikir í hverjum olíuburði í tveimur sex leikja blokkum. Efstu 24 leikmenn, að loknum 12 leikjum, í hverjum olíuburði komast áfram í útsláttarkeppni en efstu 8 fara beint í 16 manna úrslit
Nú er búið að spila í einum olíuburði, Scorpion, og náði Arnar Davíð að koma sér áfram í 24 manna úrslitin á einum pinna. Í útsláttakeppninni er leikið maður á mann og þar er það fyrstur til að vinna þrjá leiki. Arnar mætti Svíanum Robin Noberg og vann hann 3-2 og náði með því að koma sér í 16 manna úrslit. Hann mætir heitasta keilara heims í dag, honum EJ Tacket í 16 manna úrslitum en þau fara fram 16. mars næstkomandi.
Eftir alla fjóru olíuburðina eru svo allir 48 leikirnir teknir saman og fer fjórðungur af leikmönnunum áfram í Heimsmeistaramót PBA.
Í kvöld byrjar Arnar Davíð keppni í Viper olíuburðinum og byrjar hann að spila kl.22:30 á íslenskum tíma og er hægt að fylgast með hér: https://www.bowltv.com/ Úrslit og staða eru svo hér: https://www.pba.com/tournaments/2025/pba-world-series-bowling-xvi