Mark Heathorn yfirþjálfari hættir störfum fyrir KLÍ

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands og yfirþjálfari landsliða, Mark Heathorn hafa komist að
samkomulagi um starfslok yfirþjálfara fyrir sambandið. Báðir aðilar hafa sammælst um
að þetta fyrirkomulag henti hvorki vel fyrir íslenskt keilufólk né Mark sjálfan. Ákvörðunin
var tekin á sameiginlegum grundvelli til að tryggja möguleika beggja aðila til að grípa ný
tækifæri sem henta betur þó með möguleika á að semja um einstaka verkefni í
framtíðinni. Keilusambandið vill þakka Mark fyrir hans störf, hollustu við hlutverk sitt og
þann árangur sem náðst hefur á þessum 10 mánuðum sem hann hefur starfað fyrir
sambandið. Mark vill þakka Jónu og stjórn hennar fyrir tækifærið með þessari ráðningu
og minningarnar sem skapast hafa á mótum og við störf hans á Íslandi, hann óskar
einnig keilufólki íslands góðs gengis í framtíðinni.
Skúli Freyr hefur starfað náið með Mark við undirbúning þeirra verkefna sem framundan
eru hjá landsliðum, bæði ungmenna og karla. Því hefur stjórn samið við Skúla um að
taka við tímabundið og ljúka verkefnum og undirbúningi á þeim forsendum sem þeir
höfðu þegar unnið sameiginlega að. Mark mun einnig vera til staðar fyrir Skúla leiti hann
eftir því og mun val á aðstoðarþjálfurum fylgja því skipulagi sem unnið hafði verið að.
Þetta er gert til að tryggja stöðugleika í undirbúningi og skipulagi meðan stjórn gefur sér
smá tíma til að ákveða næstu skref í uppbyggingu landsliða Íslands í keilu.

 


Iceland Bowling Federation and Head Coach Mark Heathorn announce an early
termination of their contract. Both parties have agreed that the structure in place is not
the ideal solution for the bowlers of Iceland or for Mark. With this in mind both parties
can pursue other opportunities as they see fit, with the possibility of one off
arrangements in the future. KLÍ would like to thank Mark for his work, dedication to the
role, and the improvements and success he has achieved in the 10 months with us.
Mark would like to thank Jona and her board for the opportunity afforded to him in this
appointment, and for the memories created at Championships and whilst working in
Iceland. He also stated that he wishes Iceland Bowlers every success in the future. 
Skúli Freyr has worked closely with Mark in the preparation of the upcoming projects for
the national teams, both youth and men. Therefore, the board has agreed with Skúli to
temporarily take over and complete the projects and preparations on the basis that they
had already worked together on. Mark will support Skúli if needed and assistant coaches
will also be chosen according to the plan already made by Mark and Skúli. This is done
to ensure stability in preparation and organization while the board gives itself some time
to decide the next steps in the development of the Icelandic national bowling teams.

Nýjustu fréttirnar