Þrímenningskeppni hafin á EM

Facebook
Twitter

Fyrri degi þrímenningskeppni EM í keilu var að ljúka. Íslensku þrímenningunum gekk upp og ofan:

Ísland 1

Guðlaugur Valgeirsson spilaði 498 eða 166 í mtl

Gústaf Smári Björnsson spilaði 646 eða 215,3 í mtl
Stefán Claessen spilaði 589 eða 196,3 í mtl
 
Samtals spiluðu þeir því 1733 eða 192,5 í mtl. Það setur þá í 54 sæti fyrir seinni helminginn.
 
Ísland 2
 
Skúli Freyr Sigurðsson 650 eða 216,7 í mtl
Bjarni Páll Jakobsson 586 eða 195,3
Arnar Davíð Jónsson spilaði 620 eða 206,7
 
Samtals spilu þeir því 1856 eða 206,2 í mtl. Það setur þá í 25. sæti fyrir seinni helminginn og í ágætis stöðu til að ná í stiga sæti en 15 efstu sætin gefa stig til þátttöku á HM í Kuwait 2017.
 
Keppni í þrímenning heldur áfram á morgun.

Nýjustu fréttirnar