Tvímenningskeppni á EM í keilu lauk í dag en þá léku Arnar Davíð Jónsson og Skúli Freyr Siguðrssong. Þeir áttu ágætis dag en strákarnir ætluðu sé meira og voru ekki sáttir sjálfir við daginn. Arnar spilaði 1286 sem gerir 214,3 í mtl. og Skúli spilaði 1233 sem gerir 205,5 í mtl. Samtals spiluðu þeir því 2519 eða 209,9 í meðaltal og enduðu í 41. sæti.
Í gær spiluðu hinir íslensku keppendurnir og eftir að keppni lauk var ljóst að þeir höfðu lokið tvímenningskeppninni í eftirtöldum sætum:
Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson enduðu í 53. sæti
Stefán Claessen og Gústaf Smári Björnsson enduðu í 73. sæti.
Til úrslita í tvímenningi léku Finnarnir Joonas Jahi og Osku Palermaa við Danina Jimmy Dan Moretensen og Jesper Agerbo. Finnarnir sigruðu 432 á móti 380.
Á morgun hefst keppni í þrímenningi. Þar leikur fyrri þrímenningur okkar kl. 9:00 (7:00 ísl) en þann þrímenning skipa Gústaf Smári Björnsson, Guðlaugur Valgeirsson og Stefán Claessen.
Kl. 16:30(14:30 ísl) leikur svo seinni þrímenningurinn en hann skipa Skúli Freyr Sigurðsson, Bjarni Páll Jakobsson og Arnar Davíð Jónsson.
Keppni í þrímenning líkur svo á fimmtudag.
Kl. 16:30(14:30 ísl) leikur svo seinni þrímenningurinn en hann skipa Skúli Freyr Sigurðsson, Bjarni Páll Jakobsson og Arnar Davíð Jónsson.
Keppni í þrímenning líkur svo á fimmtudag.
Hægt er að sjá nánar um mótið á heimasíðu þess, www.emc2016.be