Heimsmeistaramót U21

Facebook
Twitter

Dagana 7.-18. júlí fer fram heimsmeistaramót fyrir leikmenn 21 árs og yngri.
Þetta mót er haldið í 17. skipti en það var síðast í Helsingborg í Svíþjóð árið 2022.
Íslenska landsliðið hefur átt góðu gengi að fagna á þessu móti en árið 2008 voru þeir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson sem stóðu á verðlaunapalli og tóku við bronsverðlaunum í Orlando og það var núna síðast í Helsingborg þar sem að íslensku strákarnir komu sér áfram í 16 liða úrslit í liðakeppninni í svokölluðu baker-sniði sem var nýjung á því ári. Þeir enduðu í 12. sæti.

Að þessu sinni fer mótið fram í Incheon í Suður-Kóreu og hafa 39 þjóðir boðað þátttöku, þar á meðal er Ísland. Mark Heathorn yfirþjálfari fer til Suður-Kóreu ásamt Skúla Frey Sigurðssyni aðstoðarþjálfara og hafa þeir valið 4 stráka til að taka þátt en engar stelpur buðu sig fram í þetta verkefni.

Íslensku strákarnir sem fara á HM U21:

  • Aron Hafþórsson úr KFR
  • Hinrik Óli Gunnarsson úr ÍR
  • Ísak Birkir Sævarsson úr ÍA
  • Mikael Aron Vilhelmsson úr KFR

Á þessu móti fer allt fram í baker-sniði fyrir utan einstaklingskepnnina. Það þýðir að það er enginn masterskeppni og því bara keppt í einstaklings, tvímennings og liðakeppni. Ísland keppir ekki í blönduðu liði því engar stelpur eru til að spila.

Nú þegar er búið að gefa út olíuburð mótsins og fyrir áhugasama má sjá hann hér

Stöður, úrslit, streymi og fleira er hægt að finna hér

Nýjustu fréttirnar