Í gærkvöldi fór fram 2. umferð i úrslitakeppni liða á Íslandsmótinu í keilu. KFR Valkyrjur og ÍR Buff áttust við í kvennaflokki og var staðan 12 stig gegn 2 Valkyrjum í vil frá fyrstu umferð og brekkan því brött fyrir ÍR Buff. Einnig áttust við ÍR PLS og KFR Lærlingar í úrslitum karlaliða en þar var staðan eftir 1. umferðina 9,5 stig gegn 4,5 ÍR PLS í vil.
Ástrós (ÍR Buff) og Dagný (KFR Valkyrjur) áttust við í fyrsta leik og áttu hvorugar góðan leik og fór hann 144 – 148 Dagnýju í vil og því eitt stig í hús hjá Valkyrjum. Silla (ÍR Buff) tók stig á móti Hafdísi (KFR Valkyrjur) með 203 leik gegn 154 og Soffía (ÍR Buff) tapaði svo í 10. ramma með 161 gegn 168 hjá Katrínu Fjólu (KFR Valkyrjur). Úrslitin í 1. leik því 508 – 470 Buff í vil og 2 stig gegn 2 og heildin því 14 stig gegn 4 Valkyrjum í hag.
Leikur 2. Ástrós (ÍR Buff) spilaði gegn Katrínu (KFR Valkyrjur) og nú sýndi Ástrós sitt rétta andlit og náði 211 leik gegn 176. Dagný (KFR Valkyrjur) setti í svaka leik gegn Sillu (ÍR Buff) 269 gegn 156. Hafdís (KFR Valkyrjur) tók einnig góðan leik 221 gegn 179 hjá Soffíu (ÍR Buff). Heildin 666 pinnar gegn 546 og leikurinn fór því 3 stig gegn 1 Valkyrjum í vil og staðan 17 stig gegn 5. Valkyrjur þurftu aðeins 4,5 stig af þeim 6 sem í boði voru þetta kvöldið til að hampa titlinum. Heildar skor eftir 2 leiki 1.136 pinnar Valkyrja á móti 1.054 hjá Buff.
Leikur 3. Ástrós (ÍR Buff) spilaði gegn Hafdísi (KFR Valkyrjum) og fór leikurinn 177 – 169. Silla (ÍR Buff) spilaði 161 gegn Katrínu (KFR Valkyrjur) 181 og Soffía (ÍR Buff) 177 spilaði gegn Dagnýu KFR (Valkyrjur) 206 og 3 – 1 sigur Valkyrja 556 pinnar gegn 515 og heildin 1.692 gegn 1.569. Staðan 22 stig gegn 6 og Valkyrjur því orðnar Íslandsmeistarar kvennaliða 2016.
TIL HAMINGJU KFR VALKYRJUR
KFR Lærlingar og ÍR PLS áttust við hjá körlunum og var staðan 4,5 stig gegn 9,5 PLS mönnum í vil eftir fyrstu umferðina. Gulli (KFR Lærlingar) átti mjög góðan leik gegn Hafþóri (ÍR PLS) 246 – 191, Gústaf (KFR Lærlingar) spilaði 182 gegn Einar (ÍR PLS) sem náði 215 og vann því sinn leik og Freyr (KFR Lærlingar) spilaði 177 gegn Bjarna (ÍR PLS) sem tók 257. Stigin því 3 – 1 PLS í vil og pinnafjöldinn 663 – 605. Heildarstaðan 12,5 stig gegn 5,5 PLS mönnum í hag.
Leikur 2. Gulli (KFR Lærlingar) ætlar ekki að gefa neitt eftir í einvíginu og spilaði 246 öðru sinni núna gegn Bjarna (ÍR PLS) sem þó var með 217. Gústi (KFR Lærlingar) spilaði 177 gegn 210 hjá Hafþóri (ÍR PLS) og Freyr (KFR Lærlingar) spilaði 213 leik átti lítið í Einar (ÍR PLS) sem setti í 278 leik. Aftur 3 – 1 sigur hjá PLS mönnum og staðan orðin vænleg 15,5 stig samtals gegn 6,5 og pinnafallið í umferðinni 1.368 gegn 1.241. PLS menn farnir að sjá glitta í titilinn.
Leikur 3. Eitt af flottari einvígum kvöldsins Gulli (KFR Lærlingar) heldur áfram að spila vel og nær 279 leik gegn Einari (ÍR PLS) sem ekki var síðri og náði 265 pinnum en var með einn opinn ramma. Gústi (KFR Lærlingar) komst í gang og náði 235 gegn Bjarna (ÍR PLS) 192 og Freyr (KFR Lærlingar) spilaði 204 gegn 188 leik Hafþórs. 4 – 0 sigur Lærlinga í síðasta leik og sóttu þeir að í heildarpinnum kvöldsins en ekki nógu mikið og náðu 1.959 pinnum gegn 2.007 hjá PLS. Staðan eftir 2. kvöld ÍR PLS 17,5 stig gegn 10,5 hjá KFR Lærlingum. Lærlingar halda í vonina en PLS menn ætla sér titilinn. Gulli var með bestu seríu kvöldsins eða 771 sem er 257,0 í meðaltal.
Þar sem KFR Valkyrjur tryggðu sér titilinn í gærkvöldi þurfa konurnar ekki að taka síðustu umferðina en hún fer fram í kvöld kl. 19:30. Í kvöld ræðst hvort það verða ÍR PLS eða KFR Lærlingar sem hampa titlinum í ár hjá körlum. ÍR PLS hafa fimm sinnum hampað titlinum, síðast árið 2009 en KFR Lærlingar hafa hampað honum alls átta sinnum og síðast árið 2011. Lærlingar slógu út ÍR KLS í undanúrslitum sem hafa haldið Íslandsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár.
Aðgangur að Egilshöll er opinn öllum á meðan úrslitin fara fram og eru keilarar sem og aðrir hvattir til að mæta og styðja sitt lið eða bara sjá tvö bestu liðin í dag leika um Íslandsmeistaratitil.