Fyrsta umferðin í úrslitum Íslansmóts liða

Facebook
Twitter

KFR Valkyrjur frá árinu 2013Í gærkvöldi fór fram fyrsta umferðin í úrslitum á Íslandsmóti liða 2016. Til úrslita keppa í kvennaflokki KFR Valkyrjur og ÍR Buff og í karlaflokki keppa ÍR PLS og KFR Lærlingar. Keppnin heldur svo áfram í kvöld og annað kvöld og þá verða krýndir Íslandsmeistarar í liðakeppni 2016.

Leikirnir i gær voru nokkuð spennandi karla megin en þar hafði á endanum ÍR PLS sigur samanlagt 9,5 stig gegn 4,5. Í fyrsta leik hafði Guðlaugur í KFR Lærlingum betur í viðureign sinni við Einar Má 232 gegn 231 og kom þar til að Guðlaugur náði að fella út í 10. ramma. Róbert og Bjarni í ÍR PLS lönduðu sigri í sínum viðureignum og náðu heildinni í 1. leik þannig að staðan eftir hann var 647 pinnar gegn 628 eða 3 stig gegn 1.

Hjá konunum var janft í 1. leik og munaði þar um að Dagný Edda í KFR Valkyrjum spilaði 266 leik og tryggði Valkyrjum heildina 580 pinnar gegn 549. Silla og Ástrós sigruðu sína keppinauta og fór því leikurinn 2 stig gegn 2.

Í öðrum leik var spennan enn ofan á hjá körlunum og réðust úrslitn ekki fyrr en í síðustu römmum en PLS drengir náðu að landa 3 – 1 sigri með 592 pinnum gegn 589. Gústaf Smári í Lærlingum spilaði 255 en það dugði ekki fyrir heildina hjá þeim. Staðan eftir tvo leiki því 6 stig gegn 2 PLS í vil.

Í leik tvö hjá konum settu KFR Valkyrjur í smá fluggír og lönduðu 4 – 0 sigri í öðrum leik. Leikurinn stoppaði þó í 5. ramma vegna bilunnar í braut og var óþægilega löng bið hjá þeim. Valkyrjur létu það þó ekki á sig fá og kláruðu leikinn 569 gegn 471 og því komnar með þægilega stöðu varðandi heildarpinna. Staðan eftir tvo leiki því 6 stig gegn 2.

Í þriðja og síðasta leik var spennan ekkert minni hjá strákunum. Lærlingar sóttu hvað þeir gátu og náðu á endanum í 10. ramma sigri. Jafnt var hjá Bjarna í PLS og Guðlaug í Lærlingum en þeir spiluðu 235 leik. Lokastaða í 3. leik því 2,5 stig gegn 1,5 eða 630 pinnar gegn 628 fyrir Lærlinga og lokastaðan í 1. umferðinni því 9,5 stig ÍR PLS í vil gegn 4,5 hjá KFR Lærlingum. Heildin var 1.867 pinnar (207,44 í mt.) gegn 1.847 (205,22 í mt.).

Aftur héldu Valkyrjur áfram ferðinni og unnu 3. og síðasta leikinn 4 – 0 með 546 pinnum gegn 512 og viðureignina því samanlagt 12 stig gegn 2, heildarpinnar 1.695 (188,33 í mt.) gegn 1.532 (170,22 í mt.)

Eins og seegir hér að ofan heldur úrslitakeppnin áfram í kvöld kl. 19:30. Nú er um að gera fyrir keilara að koma og styðja við félaga sína. Fyrir þá sem komast ekki þá verður örugglega staðan sett inn jafn óðum á keilara síðum á Facebook.

Nýjustu fréttirnar