Svíar með tvö síðustu gullverðlaunin á Evrópumóti unglinga (U18 ára)

Facebook
Twitter

William Svensson og Casja Wegner sigrðuðu í Masters á EYC2016Í dag lauk keppni á Evrópumóti unglinga sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Síðasta keppnisgreinin var svokölluð Masters keppni þar sem 24 efstu piltar og stúlkur úr einstaklingskeppninni kepptu sín á milli með útsláttarfyrirkomulagi. Vinna þurfti tvo leiki til að halda áfram uns einn stóð eftir sem sigurvegari. Það voru Svíarnir William Svensson og Casja Wegner sigruðu þá keppni. William sigraði Finnan Jese Ahokas í tveim viðureignum 243 gegn 189 og 245 gegn 216. Casja sigraði Evrópumeistara kvenna hina rússnesku Maria Bulanova 210 gegn 222, 188 gegn 161 og 193 gegn 188.

Í þriðja sæti hjá piltum urðu svo þeir Brian Kjær frá Noregi og Yorick van Deutekom frá Hollandi en Yorick gerði sér lítið fyrir og tók fullkominn leik í 8 manna úrslitum þegar hann náði 300 pinnum. Er þetta þriðji 300 leikurinn á mótinu og alls sá fimmti sem í sögu Evrópumóts unglinga. Hjá stúlkunum urðu þær Katie Tagg frá Englandi og Lea Degenhardt frá Þýskalandi í þriðja sæti.

Sigursælasta þjóðin á mótinu voru Svíar en þeir tóku alls 5 gullverðlaun af 10 mögulegum auk 5 bronsverðlauna. Mótinu lýkur formlega í kvöld með lokaathöfn sem fram fer í Keiluhöllinni.

 

William Svensson frá Svíþjóð á EYC2016  Casja Wegner frá Svíþjóð á EYC2016  Jesse Ahokas frá Finnlandi á EYC2016  Maria Bulanova frá Rússlandi á EYC2016  Eftur fjórir piltar í Masters á EYC2016 Efstu fjórar stúlkur í Masters á EYC2016

Nýjustu fréttirnar