Dagur 2 á Evrópumóti karla 2023

Facebook
Twitter

Í morgun, laugardaginn 10. Júní var spilað í síðasta riðli einstaklingskeppninar og svo keppt til úrslita eftir hádegi. Arnar Davíð og Skúli Freyr voru á brautunum í Frakklandi í morgun og voru í mjög góðum gír. Þeir voru báðir með meðaltal í kringum 230 og voru mjög nálægt því að spila til úrslita í dag. Arnar spilaði 1370 samanlagt úr sex leikjum en Skúli spilaði 1380 og var hann aðeins 38 pinnum frá niðurskurði. Leikirnir litu svona út:

Arnar

269

229

195

185

277

215

1370

Skúli

235

279

215

213

255

183

1380

 

Í úrslitum mættust Jord Van Weeren frá Hollandi og Svíinn James Blomgren. Hollendingurinn er Evrópumeistari karla í einstaklingskeppni eftir að hafa spilað 267 leik á móti 259 frá Blomgren. Daninn Tim Stampe og Evangelos Krizinis frá Grikklandi fengu bronsverðlaun eftir tap í undanúrslitum gegn Van Weeren og Blomgren.

Einstaklingskeppni er þá lokið hjá strákunum okkar. Skúli átti bestu seríuna og var í 16. sæti en Arnar var aðeins 10 pinnum frá honum í 18. sætinu. Svona leit einstaklingskeppnin út hjá strákunum:

Einstaklingskeppni

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

Sæti

Arnar

269

229

195

185

277

215

1370

228.3

18.sæti

Gulli

200

225

215

227

193

244

1304

217.3

49.sæti

Haffi

223

199

248

180

204

212

1266

211.0

71.sæti

Jón Ingi

199

227

238

239

235

193

1331

221.8

39.sæti

Magnús

157

233

262

193

189

207

1241

206.8

88.sæti

Skúli

235

279

215

213

255

183

1380

230.0

16.sæti

 

Næst er það tvímenningur sem fer fram á sunnudag og mánudag.

Sunnudag kl. 8 að íslenskum tíma, Magnús Sigurjón og Guðlaugur

Sunnudag kl. 12:45 að íslenskum tíma, Jón Ingi og Hafþór

Mánudag kl. 8:00 að íslenskum tíma, Arnar Davíð og Skúli Freyr

 

Vefsíða mótsins er hér

Streymi er hér:

Stöður og úrslit eru hér:

Hörður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Sigurðsson hafa verið að taka saman dagana hjá keppendum og setja í video.
Hægt er að nálgast videoin hér að neðan:
Upphitun og æfingar 
Dagur 1 (Æfingar og opnunnarhátíð)
Dagur 2 (Keppnisdagur 1)

Nýjustu fréttirnar