Þríhyrningsmót

Facebook
Twitter

Merki keiludeildar Þórs á AkureyriÞríhyrningsmótið verður haldið í Keilunni Akureyri laugardaginn 20. febrúar n.k. og hefst kl. 18:30. Spilaðir verða 3 leikir og svo verður farið í úrslit. Það kemur svo í ljós hversu margir munu komast í úrslit þegar skráningu líkur og frekari útlistanir á reglum mun Ingólfur bóndi skýra fyrir keppendum á mótsdag.

Þar sem að Ingólfur er örfhentur hefur hann ákveðið olíuburður verður 2006 San Marino Open – 37 fet vinstra megin á brautinni en 45 fet júgorsmyrsl hægra megin. Þetta getur þó breyst á keppnisdegi ef Ingó er í þannig skapi.
 
Mótið er C mót og eins og allir vita sem tekið hafa þátt í því áður að þá er þetta eingöngu gert til að hafa gaman.
 
Eftir keppni verður svo matur fyrir keppendur í Friðrikusetri þar sem boðið verður upp á kjötsúpu og verðlaunaafhendingu og eru þar vinningar í anda sveitasælunnar, í formi  landbúnaðarafurða að hætti Ingó. Verð er 3000kr.
 
Skráning er í afgreiðslu keilunnar til kl. 18:00 föstudaginn 19. febrúar eða í síma 461-1126 (keilan).

Nýjustu fréttirnar