Um páskana fer fram Evrópumót unglinga í keilu og sendir Ísland frá sér fullskipað lið til leiks. Mótið er haldið í Vínarborg í Austurríki og lagði hópurinn af stað í dag, föstudag. 1. apríl fara æfingar fram en svo þann 2. apríl er formleg æfing á olíuburð mótsins. Þann 3. apríl hefjast svo leikar og verður keppt í tvímenning, liða og einstaklingskeppni og svo masterskeppni að lokinni öllum greinum, þar sem 24 meðaltalshæstu leikmennirnir hjá báðum kynjum spila maður á mann.
Lið Íslands er eftirfarandi:
Stelpur
- Alexandra Kristjánsdóttir
- Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir
- Olivia Clara Steinunn Lindén
- Viktoría Hrund Þórisdóttir
Strákar:
- Ásgeir Karl Gústafsson
- Matthías Leó Sigurðsson
- Mikael Aron Vilhelmsson
- Tristan Máni Nínuson
Heimasíða mótsins er hér:
Dagskrá mótsins er hægt að finna hér að neðan