Liðakeppnin í Abu Dhabi

Facebook
Twitter

Linda, Ástrós, Hafdís, Katrín og Dagný í keppni í liðakeppni kvenna á HM í Abu DhabiÍ dag var spilaður fyrri hlutinn af liðakeppninni á heimsmeistaramótninu í Abu Dhabi. Íslensku stelpurnar eru í 19. sæti eftir daginn. Spilaðir voru þrír leikir og náði Ástrós besta árangri eða 590 (196,67 mt.). Dagný hefur verið að glíma við meiðsli í mjöðm og niður í fót sem hefur afrtað henni í keppninni. Guðný er úr leik vegna veikinda svo vonandi er að Dagný hresist fyrir morgundaginn. Liðið hefur notið aðstoðar frá sjúkraþjálfara ástralska liðsins og er það von okkar að andfætlingar okkar nái að hjálpa til.

Stelpurnar spiluðu annars svona:

Ástrós 590
Katrín 550
Hafdís 549
Linda 546
Dagný 468

Samtals 2.703 eða 180,2 í meðaltal.

Áframhald liðakeppni verður svo á morgun. Allar nánari upplýsingar má finna á vef mótsins. Á Facebook síðu mótsins má sjá töluverða umfjöllun, myndir frá mótinu og fleira.

Nýjustu fréttirnar