Fyrsti dagurinn í Abu Dhabi

Facebook
Twitter

Frá setningarathöfn í Abu DhabiÍ dag fór fram einstaklingkeppnin á Heimsmeistaramóti kvennaliða í keilu sem haldið er að þessu sinni í Abu Dhabi. Það gekk svoa upp og ofan hjá stelpunum en best í dag spilaði Ástrós Pétursdóttir 1.136 pinna í 6 leikjum eða 189,33 í meðaltal. Ástrós endaði í 92. sæti 

Annars varð sætaröðin þessi hjá stelpunum öllum:

 

  • 92. sæti Ástrós með 1.136
  • 116.sæti Dagný Edda með 1.063 
  • 126. sæti Katrín Fjóla með 1.017
  • 128. sæti Hafdís Pála með 1.006
  • 134. sæti Guðný með 977 
  • 137. sæti Linda Hrönn með 947

Á morgun, þriðjudag verður spilaður þrímenningur og fer fyrri þrímenningurinn af stað kl. 09:00 að staðartíma en þá spila þær Ástrós, Hafdís og Dagný. Kl. 12:15 að staðartíma hefja svo þær Guðný, Linda og Katrín keppni. Byrjað verður að spila í stuttri olíu Los Angeles 36 fet. Hægt er að fylgjast með framvidu á vef móstins.

Nýjustu fréttirnar