Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR var í morgun að setja ný Íslandsmet í tveimur, þrem og fjórum leikjum en hún tók þátt í forkeppni AMF mótaraðarinnar, 1. umferð. Leikirnir hjá Dagnýu voru 258 – 265 – 278 – 183 – 162 – 192. Samtals keilaði hún því þessa 6 leiki með 1.338 pinnum eða 223 í meðaltal. Stórglæsilegur árangur.
Hún bætti sitt eigið met um 3 pinna í tveim leikjum, náði 523. Margur væri nú bara ánægður að ná því í þrem leikjum. En í þrem leikjum bætti hún 753 pinna met Sigfríðar Sigurðardóttur sem keppti fyrir KFR og setti það met 29. apríl 2007 í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Dagný náði í dag 801 pinnum hvorki meira né minna. Í fjórum leikjum náði Dagný að mæta met Öldu Harðardóttur sem setti 946 pinna í Partille Bowling í Svíþjóð 10. nóvember 2013 um 38 pinna en met Dagnýjar er 984 pinnar.
Óskum Dagnýju Eddu til hamingju með metin.