Evrópumóti einstaklinga 2015 er lokið

Facebook
Twitter

Hafþór Harðarson ÍR og Ragnheiður Þorgilsdóttir KFR Íslandsmeistarar einstaklinga 2015Um helgina lauk Evrópumóti einstaklinga í keilu 2015 en það var haldið í San Marino. Fyrir Íslands hönd kepptu Íslandsmeistarar einstaklinga 2015 þau Ragnheiður Þorgilsdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR.

Spilaðir voru 16 leikir í forkeppninni á mótinu og endaði Ragnheiður í 36. sæti með 169,2 í meðaltal. Hafþór endaði í 20. sæti með 201,9 í meðaltal og vantaði 122 pinna í 16. sætið en 16 efstu í karla- og kvennaflokki komust áfram í milliriðil. Var þetta fyrsta stóra alþjóðlega mótið sem Ragnheiður keppir í og fer þessi reynsla kláralega í bankann hjá henni.

Sigurvegarar á mótinu urðu þau Maria Bulanova frá Rúslandi í kvennaflokki en hún sigraði Joline Persson Planefors frá Svíþjóð í tveim leikjum í úrslitum 256 -200 og 236 -220. Í karlaflokki sigraði Joonas Jähi frá Finnlandi hann Tom Van Der Vliet frá Hollandi í þrem leikjum í úrslitum 245 -279, 279 -269 og 235 -223. Hörku leikir í úrslitunum.

Joonas Jähi og Maria Bulanova sigruði Evrópumót einstaklinga 2015

 

Nýjustu fréttirnar