Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf 2015

Facebook
Twitter

Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2015Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Sigurvegarar voru þau Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir en þau keppa bæði undir merkjum ÍR. Hlynur sigraði Hannes Jón Hannesson ÍR í úrslitum og Bergþóra Rós sigraði Elsu G Björnsdóttur úr KFR. Alls kepptu 19 konur og 24 karlar í mótinu.

Hlynur Örn sigraði Guðjón Júlíusson KFR í undanúrslitum í tveim leikjum með 463 pinnum gegn 370 og Hannes Jón sigraði Bharat Signh úr ÍR í þrem leikjum með 668 gegn 633 pinnum. Bergþóra Rós sigraði Karítas Róbertsdóttur úr ÍR í undanúrslitum í tveim leikjum með 364 pinnum gegn 336 og Elsa sigraði Herdísi Gunnarsdóttur úr ÍR í þrem leikjum með 661 pinnum gegn 604.

Úrslitin fóru svo þannig að Hlynur sigraði Hannes í þrem leikjum með 689 pinnum gegn 665 og Bergþóra sigraði Elsu í tveim leikjum með 462 pinna gegn 470.

Hannes Jón Hannesson ÍR 2. sæti, Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1. sæti og Guðjón Júlíusson KFR og Bharat Signh ÍR 3. sæti  Elsa G  Björnsdóttir KFR 2. sæti, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 1. sæti og Herdís Gunnarsdóttir ÍR og Karítas Róbertsdóttir ÍR 3. sæti

Nýjustu fréttirnar