Norwegian Open 2022

Facebook
Twitter

Norwegian Open 2022 fór fram í Hönefoss í Noregi dagana 9 -18. sept 2022
Í ár voru það 143 einstaklingar sem að tóku þátt, 30 konur og 113 karlar.

Eftir að spilað var finalstep 4 spiluðu efstu 4 áfram 3 leiki þar sem að skor frá final step 4 fylgdi með.
Í byrjun var það augljóst hver það var sem að var tilbúin að leggja allt í sölurnar til að landa verðlaununum fyrir 1. sæti sem að var 45.000 NOK

Ísland átti 2 keppendur, þá Guðlaug Valgeirsson og Arnar Davíð Jónsson

Í fyrsta starti hjá þeim áttu þeir seríu upp á Guðlaugur með 1194 og Arnar Davíð 1181

Hæstu seríur hjá þeim fyrir niðurskurð voru:
Arnar Davíð: 1342 sem skilaði honum í 7. sætið eftir forkeppni
Guðlaugur: 1276 sem skilaði honum í 20. sætið eftir forkeppni

Eftir forkeppni var komið að niðurskurð.
Arnar Davíð byrjaði í finalstep 4 og Guðlaugur í finalstep 2

Í finalstep eru það 16 keppendur sem að hefja leik og spila 3 leiki og fara 8 hæstu áfram.

Guðlaugur spilaði 681 í finalstep 2 og gaf það honum 3. sætið og rétt til að spila í finalstep 3

Þegar komið var í finalstep 3 spilaði Guðlaugur 687 og trygði það honum 3. sæti og áframhaldandi spilamensku í finalstep 4

Í finalstep 4 kom Arnar Davíð inn líka:
Arnar spilaði 583 og gaf það honum 13 sætið og var þá komið að lokum hjá Arnari
Guðlaugur spilaði 634 enn nær hann 3. sæti og áframhaldandi spilamensku.

Í finalstep 5 spilaði Guðlaugur 558 sem að skilaði sér í 8. sæti

Óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Nýjustu fréttirnar