Fyrri degi liðakeppninnar er lokið á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi.
Strákarnir byrjuðu í morgun, þriðjudag og voru þeir í mjög góðum gír.
Hinrik og Ísak byrjuðu vel með 210 og 213. Mikael spilaði 172 og Aron 161. Í leik 2 setti Hinrik í 236 og Ísak var með 202 en Aron náði smá upp með 191 og Mikael spilaði 181, flott sería hjá okkar mönnum. Í þriðja leik voru Hinrik og Ísak í sama gír en Hinrik spilaði 229 og Ísak fór aftur í 202. Mikael datt niður í 160 á meðan Aron datt enn lengra niður í 138.
Eru þeir í ellefta sæti með 2295 seríu eftir þrjá leiki af sex.
Stelpurnar spiluðu eftir hádegið þó þau séu ekki með í liðakeppnini. Þær spiluðu með yndislegri stelpu frá Eistlandi. Hafdís byrjaði á 153 á meðan Særós spilaði 101. Særós meiddist aðeins í úlnliðinum en hún náði að harka það af sér og halda áfram. Hafdís náði að koma sér upp í 169 í öðrum leik og Særós með 148. Hafdís kláraði með 163 en Særós datt niður í 120.Flott hjá þeim stelpum.
Á morgun heldur liðakeppnin áfram og byrja stelpurnar núna kl 9:00 á frönskum eða 7:00 á íslenskum tíma. Strákarnir spila svo kl 13:15 eða 11:15. ÁFRAM ÍSLAND
Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA
Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/
og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu