Þá er tvímenning lokið hjá stelpunum okkar á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi. Þær vinkonur Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og Særós Erla Jóhönnudóttir stigu upp á braut kl. 9:00 í morgun, mánudag.
Þeirra gengi var nokkuð jafnt yfir 6 leikina en Hafdís gerði 153 og 142 í fyrstu tveimur og Særós 137 og 143. Er þetta í fyrsta mót Særósar sem fram fer í útlandinu og aðeins 12 ára að aldri. Hafdís datt svo niður í 132 en reif sig aftur upp með 165 og 170 leiki. Særós hélt sama hraða með 145 en datt svo niður í 109 og 128. Hafdís endar svo á 159 sem gerir 921 samanlagt og Særós kláraði með 140 sem er 802 samanlagt og setti hún persónulegt met í 5 leikjum en var þremur pinnum frá því að bæta það í 6 leikjum. Enduðu þær þá samanlagt með 1723 og enduðu í 27. Sæti. Fínasti árangur hjá þeim tveim. Lið Finna, Svía, Tékka og Slóvena komust svo í undanúrslit og unnu Svíar Slóveníu og Finnar tóku þær tékknesku. Finnsku og sænsku stelpurnar áttu svo hörku leik en þær finnsku báru sigur úr bítum með 444 á móti 332. Gull á Finnland og annað silfur á sænska liðið. Næst hjá okkar ungmennum eru fyrstu leikir í liðakeppni en strákarnir byrja kl. 9:00 á frönskum eða 7:00 íslenskum. Þar sem stelpurnar eru bara tvær saman þá munu þær ekki taka þátt í liðakeppninni en fá samt að spila og verða þær með einni Eistneskri með sér á braut. Áfram Ísland.
Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA
Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/
og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu