Í dag lauk tvímenningskeppnin á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru Ani Juntunen og Peppi Konsteri frá Finnlandi sem enduðu efstar í forkeppninni, Emma Friant og Manon Grandsire frá Frakkland í öðru sæti, Josefin Hermansson og Victoria Johansson frá Svíþjóð í þriðja sæti og Cajsa Wegner og Jenny Wegner frá Svíþjóð í fjórða sæti. Í undanúrslitum léku því Ani og Peppi gegn Cajsu og Jenny og Emma og Manon gegn Josefin og Victoriu. Bæði Sænsku liðin unnu í undanúrslitum og kepptu því til úrslita og fór það svo að Josefin og Victoria sigruðu.
Alls tóku þátt 50 tvímenningar en Katrín Fjóla Bragadóttir og Helga Ósk Freysdóttir spiluðu hæst af íslensku stelpunum og enduðu þær í 37. sæti. Margrét Björg Jónsdóttir og Marika Lönnroth enduðu í 47. sæti og Málfríður Jóna Freysdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 49. sæti. Nánar um skor og lokastöðu tvímenningskeppninnar má skoða hér.
Á morgun hefst svo þrímenningskeppnin sem stendur yfir í 2 daga og munu stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:
Þriðjudagur kl. 10:00 – Marika, Helga og Katrín
Þriðjudagur kl. 13:45 – Málfríður, Margrét og Linda
Miðvikudagur kl. 9:00 – Málfríður, Margrét og Linda
Miðvikudagur kl. 12:45 – Marika, Helga og Katrín
Undanúrslit í þrímenningskeppni eru á miðvikudag kl. 16:15 og úrslit kl. 17:30
Úrslit í þrímenningskeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér.
Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.
Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér.