EM kvenna 2022 – Einstaklingskeppni lokið

Facebook
Twitter

Í dag lauk einstaklingskeppnin á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru sterkar sænskar stelpur sem röðuðu sér í 4 efstu sætin og léku til úrslita. Úrslitin voru mjög spennandi og endaði úrslitaleikurinn í bráðabana hjá þeim Söndru Anderson og Önnu Anderson og sigraði Anna með fellu gegn 9 pinnum hjá Söndru.

Alls tóku þátt 102 leikmenn en Katrín Fjóla Bragadóttir sem endaði í 57. sæti skoraði hæst af íslensku stelpunum með 1064 seríu eða 177.3 í meðaltal, Margrét Björg Jónsdóttir endaði í 73. sæti með 1016 seríu eða 169.3 í meðaltal, Marika Lönnroth endaði í 76. sæti með 1012 eða 168.7 í meðaltal, Helga Ósk Freysdóttir endaði í 81. Sæti með 1001 seríu eða 166.8 í meðaltal, Málfríður Jóna Freysdóttir endaði í 97. Sæti með 923 serí eða 153.8 í meðaltal og Linda Hrönn Magnúsdóttir endaði í 100 sæti með 901 seríu eða 150.2 í meðaltal. Nánar um lokastöu einstaklingskeppninnar má skoða hér.

Á morgun hefst svo tvímenningskeppnin sem stendur yfir í 2 daga og munu stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:

Sunnudagur kl. 9:00 – Helga og Katrín

Sunnudagur kl. 13:45 – Málfríður og Linda

Mánudagur kl. 10:00 – Margrét og Marika

Undanúrslit í tvímenningskeppni eru á mánudag kl. 14:30 og úrslit kl. 15:15

Úrslit í tvímenningskeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér.

Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér. 

Nýjustu fréttirnar