Í dag var formleg æfing í keppnisaðstæðum þar sem stelpurnar fengu tækifæri til að prufa búnaðinn sinn í þeim olíuburði sem verður í mótinu en hann var gefinn út í morgun og er 39 fet. Hægt er að skoða olíuburðinn með að smella hér.
Aðstæðurnar eru mjög krefjandi en æfingin í dag gaf stelpunum góða hugmynd um það hvernig þær munu hefja leik á morgun í einstaklingskeppninni en stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:
Föstudagur kl. 9:00 – Marika og Katrín
Föstudagur kl. 13:45 – Málfríður og Helga
Laugardagur kl. 10:00 – Margrét og Linda
Undanúrslit í einstaklingskeppni eru á laugardag kl. 14:30 og úrslit kl. 15:15
Úrslit í einstaklingskeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér. Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.
Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér.