Einstaklingskeppni – fyrri hluti
Evrópumót öldunga hófst formlega í dag með einstaklingskeppni í þremur aldursflokkum karla og kvenna.
Mikill hiti hafði áhrif á keppendur þar sem þrútnir fingur og sviti settu smá strik í reikninginn en baráttan var í fyrirrúmi og áttu nokkrir leikmenn góðan dag.
Helstu afrek dagsins:
Linda Hrönn Magnúsdóttir hafnaði í 2. sæti í flokki kvenna 58-64 ára með 1096 stig, einungis 40 pinnum á undan Snæfríði Telmu Jónsson sem endaði í 3. sæti með 1056 stig.
Kristján Arne Þórðarson hafnaði í 18. sæti í flokki karla 58-64 ára með 1142 stig sem var besti árangurinn karla megin hjá íslenska hópnum.
Á morgun hefja svo leik í einstaklingskeppni:
Herdís Gunnarsdóttir (ÍR)
Halldóra Ingvarsdóttir (ÍR)
Ragna Guðrún Magnúsdóttir (KFR)
Anna Kristín Óladóttir (ÍR)
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir (ÍR)
Jónína Magnúsdóttir (ÍA)
Guðmundur Sigurðsson (ÍA)
Þeim til viðbótar hefja svo tvö þriggja manna lið leik,
það eru þeir:
Þorgeir Jónsson (Þór) , Guðmundur Konráðsson (Þór) og Þórarin Már Þorbjörnsson (ÍR)
Hreinn Rafnar Magnússon (ÍR), Björgvin Magnússon (ÍR) og Valdimar Guðmundsson (ÍR)
Heimasíðu mótsins má nálgast hér