Þessa dagana fer fram Evrópumót karlalandsliða í Helsinki. Loksins er komið að því að hægt sé að halda þetta mót en upprunalega stóð til að halda það 2020 en því varð síðan marg oft frestað vegna heimsfaraldurs en nú er komið að því.
Fyrir Íslands hönd keppa á mótinu eftirfarandi leikmenn:
- Andri Freyr Jónsson KFR
- Arnar Davíð Jónsson KFR / Höganas
- Guðlaugur Valgeirsson KFR / Höganas
- Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
- Hafþór Harðarson ÍR
- Skúli Freyr Sigurðsson KFR
Þjálfarateymið okkar er sænskt að þessu sinni en Robert Anderson er aðalþjálfari er aðstoðarþjálfari og Mattias Möller er aðstoðarþjálfari. Frida Seethsson er þeim síðan til aðstoðar.
Mótið stendur yfir dagana frá 1. til 10. júní og er keppt í eftirfarandi keppnum á mótinu:
- Einstaklingskeppni – Fer fram 2. og 3. júní – Úrslit fara fram 5. júní
- Tvímenningur – Fer fram 4. og 5. júní – Úrslit fara fram 5. júní
- Þrímenningur – Fer fram 6. og 7. júní – Úrslit fara fram 7. júní
- Liðakeppni (5 keilarar) – Fer fram 8. og 9. júní – Úrslit fara fram 10. júní
- Masters keppni meðaltalshæðstu leikmanna eftir allar keppnir – Fer fram 9. og 10. júní – Úrslit 10. júní
Alls taka þátt 25 þjóðir á mótinu í ár og má sjá lista yfir þær þjóðir hér í hlekk fyrir neðan. Keppnin fer fram í einum besta keilusal Evrópu, 36 brauta Tali keilusalnum í Helsinki.
Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskrá, olíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins. Olíuburðurinn á mótinu er sérhannaður fyrir mótið sem fyrr, ber einfaldlega nafnið 2022 EMC og er 41 fet að lengd.
Landsliðshópur Íslands á EMC 2022
Frá vinstri: Frida Sethsson, Andri Freyr, Skúli Freyr, Guðlaugur, Arnar Davíð, Hafþór, Gunnar Þór og Mattias Möller. Á myndina vantar Robert Anderson.