Deildarkeppni 2021 til 2022 er lokið – Ljóst hverjir vinna sér sæti í efri deildum og hverjir falla

Facebook
Twitter

Nú áðan lauk deildarkeppni fyrir tímabilið 2021 til 2022 þegar lokaumferðirnar fóru fram. Í morgun kl. 8 hófu leik 2. og 3. deild karla og að henni lokinni var komið að 1. deildum karla og kvenna.

Ljóst er því hvaða lið eru deildarmeistarar sem og hvaða lið falla úr deildum og hvaða lið vinna sér sæti í efri deildum.

KFR Valkyrjur eru deildarmeistarar 1. deildar kvenna

KFR Valkyrjur tryggðu sér efsta sætið í deildinni í ár en aðeins munaði 5 stigum á þeim og ÍR TT sem varð í öðru sæti. KFR Valkyrjur enduðu með 248,5 stig. Í 3. sæti varð síðan ÍR-Buff og í því 4. urðu KFR-Afturgöngurnar. Þessi lið mætast því í úrslitakeppninni sem byrjar strax á mánudaginn kemur.

ÍR-PLS eru deildarmeistarar 1. deildar karla

Það urðu ÍR-PLS menn sem enduðu í 1. sæti deildarkepninnar hjá körlum með 187 stig. Næstir á eftir eru KFR-Lærlingar með 176 stig og svo koma KFR-Stormsveitin með 170,5 stig og loks piltarnir í ÍR-S í því 4. með 149 stig. Úrlitakeppnin hefst einnig á mánudaginn kemur en líkt og hjá konum þá leika sæti 1 og 4 annarsvegar og þá 2 og 3 hins vegar. Leiknar eru tvær umferðir og þarf meirihluta stiga til að komast í úrslitaleikinn.

ÍR-L eru Íslandsmeistarar 2. deildar karla 2022

Það urðu ÍR-L menn sem sigruðu 2. deildina í ár og komu sér því aftur upp í deild þeirra bestu næsta tímabil. Í 2. sæti varð lið KR-A sem fer því einnig aftur upp í 1. deildina. Að lokum urðu það unglingarni í liði ÍR-Land sem urðu í 3. sæti.

ÍR-Blikk og Þór-Víkingar bíta í það súra að falla í 3. deild karla næsta tímabil.

ÍA-C eru Íslandsmeistarar 3. deildar karla 2022

Lið ÍA-C sigruðu 3. deildina í ár og leika því í 2. deild á næsta tímabili. ÍR-T náði öðru sætinu og fylgja þeim upp um deild. Að lokum varð það lið ÍR-Keila.is sem varð í 3. sætinu.

Sjá má lokastöður í deildum með því að smella á Mót á vegum KLÍ hér uppi í valmynd.

Uppgjörshátíð

Í kvöld fer fram lokahóf Keilusambandsins þar sem verðlaunaafhending vetrarins verður ásamt glæsilegum kvöldverði og skemmtiatriðum.

Þótt úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna sé eftir sem og úrslit í Bikarkeppni kvenna 2022 þá vill stjórn og mótanefnd KLÍ þakka keilurum fyrir stórskemmtilegt mót á liðnum vetri. Sjáumst kát í haust.

Nýjustu fréttirnar