Lokahóf KLÍ 2022

Facebook
Twitter

Nú er tíðin önnur og eins og var. Því hefur afrekshópur KLÍ hafið undirbúning að lokahófi KLÍ en það verður laugardaginn 23. apríl og að þessu sinni verður það haldið í Valsheimilinu Hlíðarenda. Byrjað er að taka á móti skráningum í lokahófið og er hægt að skrá sig fyrir miða hér. Endanlegt verð er þó ekki komið en því verður að sjálfsögðu stillt í hóf.

Vert er að taka fram að í ár fagnar KLÍ 30 ára afmæli sínu. Stefnan er því tekin á að halda veglegra lokahóf en vanalega og fagna tímamótunum þar. Að öðru leiti er um hefðbundið lokahóf að ræða með verðlaunaafhendingu liðins keppnistímabils og að sjálfsögðu verður extra veglegt happadrætti með stórglæsilegum vinningum.

Eftir hverju ætlar þú að bíða? Er ekki málið að taka frá miða strax?

Nýjustu fréttirnar