Tækninefnd KLÍ hefur tekið ákvörðun um að fylgja eftir banni USBC sem er komið út, á notkun Purple Hammer kúlna sem framleiddar voru á árunum 2016 og 2017. Einungis er vitað um eina slíka hér á landi í notkun. Raðnúmer á þessum kúlum byrjar á annaðhvort tölustafnum 6 eða 7.
Í ljós hefur komið að yfirborð kúlunnar frá þessum tíma stenst ekki þær reglur sem til þeirra eru gerðar. Kúlur nýrri þ.e. frá 2018 eru í lagi.