Lokun keilusalarins í Öskjuhlíð

Facebook
Twitter

Þann 1. mars næstkomandi verður keilusalnum í Öskjuhlíð lokað og verða allir leikir í deildum fluttir í Egilshöll, vinna er í gangi með breytingu á dagskrá og verður hún sýnileg með breytingum mjög fljótlega.  Á mánudags- og þriðjudagskvöldum verður leikið á brautum 1 – 18 og að öllu jöfnu verðum við með 14 – 16 brautir í gangi á þessum kvöldum.  

Síðasta umferðin í deildunum sem verður laugardaginn 11. apríl verður tvískipt þar sem 38 brautir þarf til að klára umferðirnar í Reykjavík og byrja því fyrstu leikir kl. 09:00 og seinni leikirnir kl. 12:00.

Utandeildin verður  áfram leikin í Öskjuhlíð og kláruð þar.

Íslandsmót félaga verður fært í Egilshöll þannig að allt mótið verður á þeim stað.

Deildarbikar verður samkvæmt auglýstri dagskrá.

Allar æfingar barna og unglinga sem verið hafa í Keiluhöllinni Öskjuhlíð á mánudögum og miðvikudögum færast í Egilshöll.

Allar æfingar hjá fötluðum sem verið hafa í Keiluhöllinni Öskjuhlíð á þriðjudögum færast í Egilshöll.

 

Formaður KLÍ

Formaður Mótanefndar

Nýjustu fréttirnar