Keppni var að ljúka í fjórða riðli í einstaklingskeppni HM í keilu og léku Arnar Davíð Jónsson og Magnús Magnússson í þeim riðli. Strákarnir áttu ágætis dag og þá sérstaklega Arnar Davíð.
Magnús lék jafna keilu og endaði með 1211 stig sem gera 201,83 í meðaltal.
Arnar Davíið lék mjög vel ef frá er talinn leikur nr. 2 í dag en sá leikur var 153. Aðrir leikir voru góðir og endaði hann með 1301 sem gera 216,83 í meðaltal og setur hann í 34 sæti af 272 keppendum. Arnar er aðeins 39 pinnum frá 24 sæti en 24 efstu leika í lokin um heimsmeistaratitilinn.
Arnar Davíið lék mjög vel ef frá er talinn leikur nr. 2 í dag en sá leikur var 153. Aðrir leikir voru góðir og endaði hann með 1301 sem gera 216,83 í meðaltal og setur hann í 34 sæti af 272 keppendum. Arnar er aðeins 39 pinnum frá 24 sæti en 24 efstu leika í lokin um heimsmeistaratitilinn.
Loka staða okkar manna í einstaklingskeppninni er því þessi:
34 Arnar Davíð Jónsson KFR 1301 216.83
123 Magnús Magnússon ÍR 1211 201,83
134 Hafþór Harðarson ÍR 1203 200,5
135 Arnar Sæbergsson ÍR 1203 200,5
220 Stefán Claessen ÍR 1099 183,17
243 Skúli Freyr Sigurðsson ÍA 1067 177,83
Nánar á http://www.worldbowling.org/events/championships/
Á morgun er leikinn tvímenningur og þá er dagskráin þannig:
Stefán og Skúli kl. 5:00 íslendskum tíma
Arnar S og Hafþór kl. 9:30
Arnar Davíð og Magnús kl. 14:00
Einnig er hægt að fá fréttir á Snapchat „Íslenskakeilan“ og á Facebookhópnum „Jákvæð keila“