Af gefnu tilefni hefur mótanefnd ákveðið að senda frá sér þetta bréf til áréttingar á því sem stendur í reglugerðinni sem fylgir með hér að neðan.
Mótanefnd hefur rétt til að neita liði um frestun ef ekki liggur fyrir greinargóð skýring á afhverju sótt er um frest.
(Koma skal fram í beiðni um hvaða leik ræðir s.s. hvenær og hvar leikur á að fara fram – hvaða umferð og hverjir mótherjarnir eru)
Mótanefnd vinnur samkvæmt þeim reglum sem henni eru settar og notar þær til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku.
Frestanir
Viðureignum verður ekki frestað nema vegna veikinda, samgönguerfiðleika vegna veðurs, eða sökum þess að leikmaður er fjarverandi á vegum KLÍ. Sækja þarf um frestun að lágmarki 24 klst. áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast. Sé fallist á frestun mun mótanefnd tilkynna liðum um nýjan leikdag.Þrátt fyrir 1. mgr. getur lið óskað eftir frestun með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara. Lið skulu koma sér saman um nýjan leikdag og tilkynna mótanefnd um nýjan leikdag eigi síðar en viku áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast. Ef lið hafa ekki komið sér saman um nýjan leikdag viku áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast skal mótanefnd setja á nýjan leikdag.
Lið sem óskar eftir frestun skv. 2. mgr. er óheimilt að óska eftir frestun á sömu viðureign. Þá má liðið eingöngu nota þá leikmenn sem löglegir voru með liðinu þegar upprunaleg viðureign átti að fara fram.
Óheimilt er að fresta leikjum nema í þeim tilvikum sem 1. og 2. mgr. kveða á um.
Sækja skal um frestanir innan viðeigandi tímamarka með tölvupósti á netfangið [email protected]
Einnig var búið að rýmka reglur þannig að aðeins 2 leikmenn mættu spila viðureign ef illa gengur að manna lið og mun mótanefnd einnig hafa það til hliðsjónar við ákvarðanatöku um hvort veita skuli frestun á viðureignum.