Bæði Magnúsi og Guðnýju gekk betur á mótinu í gær og spiluðu sig upp um nokkur sæti. Guðný spilar með holli A hjá konunum sem á að byrja kl 11 að staðartíma, eða kl 10 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 6. nóvember. Magnús spilar hins vegar með holli B hjá körlunum sem spilar siðast í kvöld og á að hefja keppni kl 21 að staðartíma eða kl 20 að íslenskum tíma.
Hér má nálgast stöðu í kaflaflokki eftir fyrstu 2 dagana (pdf skjal – opnast í nýjum glugga).
Hér má nálgast stöðu í kvennaflokki eftir fyrstu 2 dagana (pdf skjal – opnast í nýjum glugga).
Neil Ellul frá Möltu spilaði fyrsta 300 leikinn á mótinu í ár (væntum þess að þeir verði fleiri). Neil hefur tvisvar verið landsmeistari Möltu og einnig hefur hann unnið til silfurverðlauna á Samveldisleikunum 20122 en þetta er í fyrsta sinn sem hann keppir á heimsmeistaramóti. Þessi 300 leikur hans er sá 54. sem spilaður er í sögu keppninnar í karlaflokki en Neil hefur tvisvar áður náð þessum áfanga að spila 300 í keppni. Neil sagði að í fyrsta sinn var hann þó ekki stressaður þegar ljóst var að hverju stefndi. Leiknum náði hann einni á setti sem var í útsendingu á netinu þannig að áhorfendur hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð.