Meistarakeppni KLÍ 2021

Facebook
Twitter

Í dag fór fram Meistarakeppni KLÍ sem að er byrjun á tímabilinu hjá keilunni.
Þar mætast Íslands- og Bikarmeistarar frá síðasta tímabili til að starta nýju tímabili. 
Í ár var spilað upp á Akranesi og eru tenglar inn á leikina hér neðar í fréttini,
Í ár mættust í kvennaflokk KFR Valkyjur sem að eru bæði Íslands- og Bikarmeistarar 2021
og ÍR Buff sem að lentu í 2. sæti í deild og bikar. Þær höfðu hefnd að hefna eftir að hafa tapað fyrir þeim á báðum vígstöðum en í kvöld sýndu ÍR Buff að þær eru að koma láta í sér heyra í vetur. 
Í kvöld unnu ÍR Buff – KFR Valkyrjur eftir æsispennandi leiki 1.652-1.648

Eftir kvennaleikin fór fram úrslit í  karlaleiknum og var búist við hörku spennandi leik eins og var hjá konunum. 

Í leik Meistarakeppni KLÍ hjá körlum voru það ÍR PLS sem að unnu bæði deild og bikar og ÍA sem urðu í 2. sæti í bikar sem mættust.

Leikir fóru þannig að ÍR PLS náði að vinna  1.946 – 1.768

Hægt er að nálgast útsendingu frá kvennaleiknum inn á síðu ÍATV

Hægt er að nálgast útsendingu frá karlaleiknum inn á síðu ÍATV

 

Nýjustu fréttirnar