Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu fara fram laugardaginn 4. september en þá verður forgjafarmótið haldið og laugardaginn 11. september en þá verður mótið án forgjafar. Keppni hefst stundvíslega kl. 09:00 báða dagana.
Olíuburðurinn verður miðlungs deildarburðurinn í ár sem er sérhannaður fyrir okkur í ár.
Verð í mótið er kr. 7.000,- og verður einungis hægt að greiða með pening á staðnum. Enginn posi mun því vera á staðnum en hægt er að millifæra inn á reikning 0115-26-005910 kt. 591094-2039 (Íþróttafélag Reykjavíkur – Keiludeild) – Sendið staðfestingu á [email protected]
Mótafyrirkomulag er eftirfarandi:
- Keppt er í aðskildum kynjaflokkum
- Forkeppni eru 6 leikir með hefðbundinni skiptingu brauta milli hvers leiks
- Sé jafnt eftir forkeppni ræður hærri síðasti leikur
- Úrslit fara fram strax eftir forkeppni og er leikið 3 – 2 – 1 Stepp Ladder format
- Ekki er olíuborið fyrir úrslitakeppni
- Sé jafnt eftir leik í úrslitum er Roll Off
Forgjafarmótið
- Forgjöf er 80% af mismun meðaltals hæsta leikmanns viðkomandi flokki og leikmanns
- Hæsti mögulegi leikurinn er 300
Skráningar í mót
- Skráning í forgjafarmótið er hér og lýkur föstudaginn 3. september
- Skráning í Reykjavíkurmót einstaklinga er hér og lýkur föstudaginn 10. september