11.maí fór fram leikur 2 í úrslitum kvenna í 1.deild en það eru KFR-Valkyrjur og ÍR Buff sem að mætast að þessu sinni.
Fyrirkomulag keppninnar:
Fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e.
það lið sem endar í 1. sæti eftir deildarkeppni keppir við liðið í 4. sæti og lið 2 keppir við lið 3.
Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman og fær það lið sem endar ofar heimaleik fyrst.
Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir. Ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða.
Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman.
Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis.
Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða í kvennaflokki“.
Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða.
Skor úr leikjum kvöldsins:
ÍR-Buff – KFR-Valkyrjur
Leikur 1
3 – 1 fyrir ÍR-Buff
Ástrós 138 Dagný Edda 156
Elva Rós 168 Hafdís Pála 152
Guðrún Soffía 158 Katrín Fjóla 139
Samtals: 464 – 447
Leikur 2
2,5 – 1,5 fyrir ÍR-Buff
Ástrós 204 Katrín Fjóla 137
Elva Rós 158 Dagný Edda 158
Guðrún Soffía 144 Hafdís Pála 192
Samtals: 506 – 487
Leikur 3
1 – 3 fyrir KFR-Valkyrjum
Ástrós 177 Marika 214
Elva Rós 167 Katrín Fjóla 165
Guðrún Soffía 174 Dagný Edda 234
Samtals: 518 – 613
Heildar skor liða eftir leik kvöldsins:
ÍR-Buff: 1488
KFR-Valkyrjur: 1547
ÍR-Buff 6,5.stig
KFR-Valkyrjur 7,5.stig
Staða eftir 2 leiki:
ÍR-Buff 15,5.stig
KFR-Valkyrjur 12,5 .stig
Næsti leikur fer fram á brautum 21 – 22 miðvikudaginn 12.maí kl 19:00