Í dag sunnudag og næstu tvo daga fara fram í Egilshöllinni kl. 19:00 úrslitaleikir í Íslandsmóti liða. Hjá körlum eru það lið ÍR KLS og KR C sem takast á, en hjá konum eru það lið KFR Valkyrja og ÍR Buff sem takast á og má búast við æsispennandi leikjum næstu þrjú kvöld. Viljum við hvetja keilara til að koma í Egilshöllina og styðja við sín lið eða bara njóta þess að horfa á toppliðin takast á um titilinn “ Íslandsmeistarar liða „. Munu ný lið skrá sig á spjöld sögunnar eða munu núverandi og fyrrverandi meistarar halda uppteknum hætti og bæta fleiri titlum við hjá sér ?
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu