Úrslitakeppni Utandeildar KLÍ fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 24. apríl. Í úrslitunum spiluðu tvö efstu liðin úr öllum þremur riðlum Utandeildarinnar, en þau voru Prentmet og ITS úr riðli 1, Eimskip og Landsbankinn úr riðli 2 og RB og Keiluhöllin Egilshöll úr riðli 3. Að lokum fór svo að lið Prentmets tryggði sér Utandeildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn með frábærum lokaleik. Í 2. sæti var lið ITS og í 3. sæti RB.
Með liði Prentmets spiluðu í vetur Róbert Ericsson, Guðjón Garðarsson, Vigfús Þór Kristinsson, Guðjón Reyr Þorsteinsson og Axel Þórleifsson.
Utandeildin er í umsjón landsliðsnefndar KLÍ