Bikarkeppni KLÍ – Úrslit 2014

Facebook
Twitter

Úrslit Bikarkeppni liða 2014 fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun miðvikudaginn 23. apríl og hefst keppni kl. 19:00. Til úrslita í kvennaflokki keppa bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff sem hefur möguleika á að tryggja sér titilinn í fyrsta skipti. Í karlaflokki mæta bikarmeistararnir ÍR-KLS liði KFR-Lærlinga sem tryggðu sér sæti í úrslitunum með 3 – 1 sigri á ÍA í síðasta leiknum í undanúrslitunum.

ÍR-KLS hafa unnið Bikarmeistaratitilinn oftast allra karlaliða og geta með sigrinum tryggt sér titlinn í 10. sinn og 5. árið í röð. KFR- Valkyrjur hafa unnið titilinn 7 sinnum og einungis KFR-Afturgöngurnar hafa unnið titilinn oftar eða 12 sinnum. KFR-Lærlingar hafa orðið bikarmeistarar 4 sinnum og eins og áður segir þá hefur ÍR-Buff nú möguleika á að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn.

Nýjustu fréttirnar