15. umferð 2. deildar

Facebook
Twitter

15. umferð 2. deildar karla fór fram mánudaginn 31. mars og nú er ljóst að ÍR L verða í fyrstu deildinni að ári. Sjá stöðuna í 2. deild karla

Í Öskjuhlíð spiluðu eftirfarandi: 

Á braut 1 og 2 áttust við ÍR L og Blikkarar fyrirfram talinn hörkuleikur en reyndist auðveldur sigur ÍR L manna sem þó spiluðu ekki vel. Leikar fóru 737-664,631-602 og 647-539 2015 gegn 1805 18-2 sigur.

Bjarki með hæstan leik 217 en Ásgeir með hæstu seríu 520.
 
Á braut 3 og 4 spiluðu KFR liðin Þrestir gegn JP Kast sem voru þrír. Þar unnu þrestir 1.leik 686-648 en JP Kast næstu 2 647-611 og 626-576.  1921 gegn 1876 eða 11-9 JP Kast í vil.
Konni með 202 leik og 552 seríu.
 
Á braut 5 og 6 léku ÍR Broskarlar gegn ÍR Naddóði auðveldur sigur Broskarla 661-538,658-600 og 746-548 2065-1686 eða 17-3
Stebbi með hæstan leik og seríu 212 og 593
 
Egilshöllin
Þar áttust við ÍR T og ÍR Nas þar enduðu leikar 18-2 fyrir ÍR T mönnum. Hörður með 595 seríu og 245 leik.
 
ÍR A og Keila.is áttust við og þar enduðu leikar 11-9 ÍR A mönnum í hag.
 
Þar með er ljóst að ÍR L eru komnir í fyrstu deild á næsta tímabili óskum þeim til hamingju með það. Broskarlar verða að teljast líklegir til að fara með þeim upp þar sem einungis þrjár umferðir eru eftir og forskotið á þriðja sætið er 23 stig.
 
1.ÍR L 235
2.ÍR Broskarlar 199,5
3.KFR JP Kast 176,5
4.ÍR A 163,5
5.ÍR Blikk 156,5
6.KFR Þröstur 148,5
7.ÍR T 140,5
8.ÍR Keila.is 116
9.ÍR Nas 101,5
10.ÍR Naddóður 62,5

 

Nýjustu fréttirnar