Unglingalandslið undir 18 ára er á leið á Evrópumeistaramót Unglinga í Óðinsvé, Danmörku þann 12. apríl næstkomandi. Í tilefni þess verður haldið styrktarmót í Keilusalnum Akranesi sem nýtist sem fjáröflun fyrir ferðina. Leiknir verða 3 leikir í forkeppni dagana 26. – 29. mars, 6 hæstu seríurnar með forgjöf leika til úrslita laugardaginn 29. mars. ATH aðeins 6 manns geta spilað í hverri umferð.
Leikdagar:
– Miðvikudagur 26. mars kl. 18
– Miðvikudagur 26. mars kl. 19:30
– Fimmtudagur 27. mars kl. 18
– Fimmtudagur 27. mars kl. 19:30
– Föstudagur 28. mars kl. 20
– Föstudagur 28. mars kl. 21:30
– Laugardagur 29. mars kl. 13
– Laugardagur 29. mars kl. 14:30
– Laugardagur 29. mars kl. 16
– ÚRSLIT: Laugardagur 29. mars kl. 19
Miðaverð: 2.500 kr.- fyrir 3 leiki
Veglegir vinningar í boði fyrir efstu 6 sætin + hæstu seríu án forgjafar í forkeppni
Allur ágóði rennur til Unglingalandsliðs U-18